spot_img
HomeFréttirHelgi og Ragnar halda uppá daginn

Helgi og Ragnar halda uppá daginn

 

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir erum við í fullum gír að hita upp fyrir komandi átök í Finnlandi. Það er því ekki úr vegi að fagna með tveimur leikmönnum sem stóðu vaktina í Berlín fyrir tveimur árum þar sem þessir meistarar halda uppá afmæli sitt í dag.  Þeir Ragnar Nathanaelson og Helgi Már Magnússon eiga afmæli í dag og því ber að fagna.  Þessir tveir verða ekki í hópnum í Finnlandi en þó líklegt að þeir styðji sína menn til fulls.  Aðspurðir sögðust þessir kappar taka við knúsum og kossum á förnum vegi í dag.  Hvetjum lesendur til að taka þéttingsfast utan um þessa menn í dag. 

Fréttir
- Auglýsing -