Landsliðsmennirnir Helgi Már Magnússon og Ragnar Nathanaelsson fagna báðir afmæli í dag. Helgi er 32 ára en Ragnar 23 ára. Báðir verða önnum kafnir í kvöld þegar Ísland tekur á móti Bosníu í Laugardalshöll kl. 19:30.
Karfan.is sendir köppunum hugheilar afmæliskveðjur og við gerum fastlega ráð fyrir því að stúkan taki fyrir þá afmælissönginn í kvöld.