Helgi Magnússon setti átta stig í kvöld þegar KR mátti fella sig við tap í Ljónagryfjunni. Hann sagði röndótta hafa komið flata til leiks en náð að jafna sig mjög vel en að í síðari hálfleik hafi KR-ingar einfaldlega verið of klaufskir á köflum. Varðandi oddaleikinn sagði Helgi að mesta hættan af Njarðvíkingum væri sú að þeir myndu hitta á Monster-leik enda væru þeir stórhættulegir en hann minnti á að það eru KR-ingar líka.