spot_img
HomeFréttirHelgi með 16 stig í sigri Uppsala: Sundsvall skellti Solna

Helgi með 16 stig í sigri Uppsala: Sundsvall skellti Solna

 
Helgi Magnússon og Uppsala unnu nauman sigur á 08 Stockholm HR í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld, þá höfðu Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson öruggan sigur á Loga Gunnarssyni og Solna Vikings.
Helgi gerði 16 stig og tók 7 fráköst í liði Uppsala sem lagði 08 Stockholm HR 79-77. Jakob Örn Sigurðarson gerði 11 stig og gaf 3 stoðsendingar í öruggum 95-74 sigri Sundsvall Dragons gegn Solna Vikings. Hlynur Bæringsson skoraði 5 stig og tók 13 fráköst fyrir Sundsvall og gaf 4 stoðsendingar. Logi Gunnarsson var á rólegu nótunum í kvöld með 9 stig hjá Solna og 2 fráköst.
 
Eftir leiki kvöldsins eru Sundsvall og Uppsala í 4.-5. sæti deildarinnar með 10 stig en Solna í 6. sæti með 8 stig.
Ljósmynd/ Helgi Magnússon átti ljómandi leik með Uppsala í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -