Fullt nafn: Helgi Már Magnússon
Aldur: 25
Félag: KR
Hjúskaparstaða: Í sambandi
Happatala:10
Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? 10 ára gamall í Hagaskólanum
Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni?Gummi bróðir, Hemmi Hauks.
Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Iceland Express-deild karla og kvenna?
Brenton, Hlynur og Fannar. Hildur Sig i kvenna.
Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Iceland Express-deild karla og kvenna?
Geri ekki uppá milli útlendinganna okkar hér í KR. En besti útlendingurinn sem ég hef spilað með hér á landi er Jacob Sigurðarson, stórkostlegur leikmaður sem er alltaf "hress á leiðinni".
Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir?
Sá einn ungann og efnilegan strák hjá Ármann/Þrótt, Steinar Kaldal.
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn?
Ingi Þór.
Besti þjálfarinn á Íslandi í dag?
Benedikt Guðmundsson.
Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn?
Patrekur Ewing að sjálfsögðu.
Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag?
Dirk Nowitski.
Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik?
Já, Dallas-Boston að mig minnir. Man það bara ekki nákvæmlega ef ég á að segja eins og er, en þetta var þegar Jón var í Dallas. Hundleiðinlegur leikur sem Dallas rústaði.
Sætasti sigurinn á ferlinum?
Sigurinn gegn Georgíu á dögunum var með þeim sætari
Sárasti ósigurinn?
Eigum við ekki bara að segja tapið fyrir Snæfell núna i kvöld í Powerade.
Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta?
Fótbolti.
Með hvaða félögum hefur þú leikið?
KR, Catawba College, BC Boncourt
Uppáhalds:
kvikmynd: Goodfellas, old school
leikari: Edward Norton
leikkona: pass
bók: Játningar Pushkin
matur: humar
matsölustaður: Sægreifinn, Við fjöruborðið
lag: whatwhat in….
hljómsveit: Sveittir
staður á Íslandi: Laugarnesið
staður erlendis: Róm fannst mer ansi hugguleg, sem og "stykkishólmur of Switzerland" (Boncourt)
lið í NBA: Knicks
lið í enska boltanum: Arsenal
hátíðardagur: Jólin
alþingismaður:
heimasíða: kr.is/karfa
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki?.
Borða hollt og vel, legg mig í 30 mínútur, sturta mig og legg svo af stað uppi hús. Yfir allan daginn er ég svo að fara yfir leikinn i huganum.
Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum?
Tapleikjum.
Furðulegasti liðsfélaginn?
Ólafsson Bræðurnir(Fannar og Eldur).
Besti dómarinn í IE-deildinni?
Hef ekki spilað leik í deildinni hérna heima í 5 ár þannig að ég get eiginlega ekki dæmt um það.
Erfiðasti andstæðingurinn?
pass
Þín ráð til ungra leikmanna?
Æfa þig meira en aðrir. Auka æfingar skila árangri.