spot_img
HomeFréttirHelgi Magnússon: cocopuffs og kornflakes

Helgi Magnússon: cocopuffs og kornflakes

13:56

{mosimage}
(Helgi var sjóðheitur fyrir utan þriggja-stiga línuna í gær)

Helgi Magnússon var sjóðandi heitur í leiknum gegn dönum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum á þeim 13 mínútum sem hann spilaði í leiknum.  Hann getur þó líklega ekki þakkað hollum morgunmat fyrir velgengnina ,,ég fékk mér bara cocoapuffs og kornflakes, það var ekki meira en það.”

Íslenska liðið missti 15 stiga forskot niður í aðeins 4 stig á tímabili undir lokin og virtist íslenska liðið vera svolítið stressað. ,,Já pínu, það hefur kannski verið aftan í hausnum á mönnum það sem gerðist á móti Finnum í hittifyrra.  En núna bara kláruðum við þetta.”

Helgi vildi meina að Íslenska liðið væri bara mun betra en það danska. ,,Þetta er hörkulið, en við erum bara betri en þeir, finnst mér.”  Aðspurður hvort þeir myndu vinna þá aftur á morgun hikaði Helgi ekki. ,,Algjörlega, stærra!”

Gísli Ólafsson

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -