spot_img
HomeFréttirHelgi Magg hættir eftir tímabilið

Helgi Magg hættir eftir tímabilið

 

Það verða vissulega stór tímamót hjá Helga Má Magnússyni landsliðsmanni og liðsmanni KR þegar tímabilinu líkur þetta árið því Helgi hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og flytjast búferlum til höfuðborgar Bandaríkjanna þar sem kona hans Guðrún Sóley Gunnarsdóttir fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu hefur fengið starf hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðunum.  Helgi hefur verið máttarstólpi í liði KR síðustu ár og spannar ferill hans í meistaraflokki í 16 ár.  Helgi hefur aðeins spilað með liði KR hér á landi en þess á milli hefur Helgi bæði farið í menntaskóla og háskóla í Bandaríkjunum ásamt því að spila í Svíþjóð.  Helgi mun klára tímabilið með KR og segja svo skilið við glæstan feril.  Viðtal við Helga má sjá hér að neðan. 

 

 

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -