Við náðum í skottið á Helga Jónas Guðfinnssyni nú rétt fyrir leik Keflavíkur og Grindavíkur og fengum hann til að tippa á leikinn. Helgi Jónas uppalinn Grindvíkingur neyddist stil að segja starfi sínu sem þjálfari Keflvíkinga lausu nýverið vegna veikinda og því vandi að spá. “Þó taugar mínar til Grindavíkur séu sterkar þá eru þær það auðvitað líka til Keflavíkur eftir góðan tíma þar. þannig að ég tippa ég á Keflavíkursigur, 85:79 í kvöld.” sagði Helgi í snörpu spjalli við Karfan.is
Annars sagðist Helgi vera að slaka á þessa dagana og að heilsan væri öll að koma til.



