spot_img
HomeFréttirHelgi Jónas þakklátur tækifærinu

Helgi Jónas þakklátur tækifærinu

 Helgi Jónas Guðfinnsson sem hefur verið ráðin þjálfari þeirra Keflvíkinga var þakklátur fyrir að Keflvíkingar skyldu hafa leitað til hans varðandi þjálfarastarfið á karlaliði félagsins. “Þetta var fljótur aðdragandi í raun. Þeir höfðu samband við mig að mig minnir á miðvikudag og ég tók mér tvo daga í að yfir fara ýmsa hluti hjá mér. Ýmislegt sem ég þurfti að fara yfir með sjálfum mér persónulega sem ég ætla ekkert að fara út í nánar. En við kláruðum þetta í raun á mánudag og skrifuðum undir í gærkvöldi. ” sagði Helgi í samtali við Karfan.is
 
“Ég var farinn að finna fyrir þörfinni að komast með puttana aftur í þjálfun og því er ég þakklátur því tækifæri sem Keflvíkingar eru að gefa mér. Þeir höfðu samband við mig í fyrra en ég hafðnaði þeim þá því það var bara ekki rétti tíminn þá.  Keflavík er klúbbur sem stefnir alltaf hátt í körfunni og langt síðan þeir hafa unnið þann stóra þannig að þetta er krefjandi verkefni.  Nú fer ég yfir hópinn í samráði við stjórnina og við sjáum hvaða markmið eru raunhæf.” sagði Helgi Jónas
 
En býst Helgi við einhverjum glósum frá Grindvíkingum í kjölfar þessarar ráðningar?
“Ég er vissulega að fara út fyrir ákveðin þægindaramma hjá mér. Í Grindavík var ég í þannig lagað sé vernduðu umhverfi en þetta hjálpar manni bara að þroskast sem þjálfari og því leita ég eftir.  Þetta á eflaust eftir að svíða eitthvað hjá einhverjum Grindvíkingum en staðan er nú þannig að þeir eru með frábæran þjálfara sem er að gera góða hluti þannig að ekki get ég þjálfað þar. Maður veit aldrei hvenær svona tækifæri banka uppá og eins og ég sagði þá er ég bara þakklátur fyrir tækifærið og traustið sem Keflvíkingar sýna mér.”
 
Leikmannahópurinn?
“Það er náttúrlega þessi kjarni sem er fyrir sem mun verða áfram geri ég ráð fyrir. Ég hef ekki hitt strákana en geri það fljótlega. Ég þarf ekkert endilega að breyta þessum leikmannahóp, hann er góður en með erlendan leikmann á ég eftir að kynna mér á næstunni með stjórninni en ég held að það sé ekkert búið að ganga frá neinu þar. 
Fréttir
- Auglýsing -