spot_img
HomeFréttirHelgi hafði betur gegn Kobba í Solnahallen

Helgi hafði betur gegn Kobba í Solnahallen

 
Helgi Már Magnússon og liðsfélagar í Solna lögðu í kvöld Sundsvall Dragons 78-76 í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik en góðvinur Helga, Jakob Örn Sigurðarson, var atkvæðamestur í tapliði Sundsvall með 18 stig. Lesli Myrthil skoraði sigurstig Solna í kvöld þegar fjórar sekúndur voru til leiksloka en Sundsvall fengu tækifæri til þess að stela sigrinum á þriggja stiga línunni en Solnamenn vörðu skotið og fögnuðu sigri.
Helgi Már lék í 23 mínútur í leiknum og gerði 5 stig ásamt því að taka 5 fráköst. Jakob Örn var eins og áður segir stigahæstur í tapliði Sundsvall með 18 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar á þeim 29 mínútum sem hann spilaði í leiknum.
 
Eftir leikinn í kvöld hafa Sundsvall 46 stig í 3. sæti deildarinnar og ekki langt undan koma Helgi og Solna með 40 stig í 4. sæti en liðið í 5. sæti deildarinnar, Gothia, er langt undan með 24 stig.
 
Ljósmynd/ Helgi hafði í kvöld betur gegn gamla liðsfélaga sínum úr KR, Jakobi Erni og hans mönnum í Sundsvall.
 
Fréttir
- Auglýsing -