spot_img
HomeFréttirHelgi: Getum vel látið þá hafa meira fyrir hlutunum

Helgi: Getum vel látið þá hafa meira fyrir hlutunum

11:30

{mosimage}

Helgi Magnússon gerði 14 stig fyrir íslenska landsliðið í fyrri leiknum gegn Litháen en liðin mætast í sínum öðrum æfingaleik í Vilníus á morgun. Karfan.is náði í skottið á Helga í Litháen og sagði kappinn að íslenska liðið gæti vel látið sterka Litháa hafa meira fyrir hlutunum í næsta leik en eins og kunnugt er orðið tapaði Ísland fyrsta leiknum 115-62.

Hvað gerðist í fyrsta leiknum. Litháen hreinlega valtaði yfir ykkur, átti íslenska liðið aldrei séns?
Við byrjuðum ágætlega, en svo gáfu þeir einfaldlega í og skildu okkur eftir. Þeir  fengu mikið af auðveldum körfum undir körfunni og þess á milli voru þeir að fá góð  
skot fyrir utan, enda er þetta lið eins og vel smurð vél.

Er einhver möguleiki á því að þið getið komið þeim á óvart í öðrum leiknum?
Já sérstaklega eftir að þeir völtuðu svona yfir okkur í fyrri leiknum. Ég geri mér nú alveg grein fyrir því að við erum ekkert að fara að vinna þetta lið, en við getum vel látið þá hafa meira fyrir hlutunum heldur en í gær og staðið aðeins í þeim.

Hver finnst þér vera helsti munurinn á Litháen og svo þeim B-þjóðum sem Ísland hefur verið að mæta í síðustu landsleikjum?
Stærð, styrkur og hvernig þeir framkvæma hlutina. Það eru allir á sömu blaðsíðu í þessu liði bæði í vörn og sókn. Sérstaklega tók maður eftir því í sókninni að þeir renna sínum kerfum í gegn nánast óaðfinnanlega. Allar hindranir og tímasetningar eru eins og best er á kosið sem gerir það að verkum að þeir fengu nánast alltaf góð skot, þurftu aldrei að þröngva einu né neinu. Svo eru þeir náttúrulega með miklu betri mannskap en öll þessi lið sem við höfum keppt við til þessa, enda í topp 5 í heiminum. Ég meina byrjunarliðið þeirra innihélt meðal annars MVP Euroleague og  MVP ítölskudeildarinnar.

Hvað þarf að batna í leik íslenska liðsins fyrir leik nr. 2 ?
Fráköstin aðallega, svo eru nokkrir hlutir í vörninni sem þarf að laga, en þetta eruokkar fyrstu leikir í sumar þannig það er svo sem eðlilegt að það sé ekki allt í topp standi….en það verður það hinsvegar í september. 


[email protected]

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -