spot_img
HomeFréttirHelgi Freyr nýr aðstoðarþjálfari Tindastóls

Helgi Freyr nýr aðstoðarþjálfari Tindastóls

Hinn síungi og reynslumikli Helgi Freyr Margeirsson hefur verið ráðinn inní þjálfarateymi Tindastóls á Sauðárkróki. Þar verður hann Israel Martin þjálfara liðsins innan handar. Helgi hefur leikið með Tindastól í ansi mörg ár var með 2,5 stig að meðaltali í leik á nýliðinni leiktíð. 

 

Það er Feykir.is sem greinir frá  þessu en þar segist Helgi ætla sér að vera spilandi aðstoðarþjálfari, a.m.k. fyrst um sinn.  „Ég ætla bara að sjá til. Ef ég get hjálpað liðinu eitthvað með því að leika einhverjar mínútur geri ég það. Annars kemur það allt í ljós næsta vetur,“ 

 

Tindastóll varð bikarmeistari á síðustu leiktíð og tapaði í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins fyrir KR. Chris Caird mun ekki vera áfram í þjálfarateymi Tindastóls en hann tók við liði Selfoss fyrir stuttu. 

 

Viðtal Feykis við Helga Frey má finna í heild sinni hér. 

Fréttir
- Auglýsing -