spot_img
HomeFréttirHelgi Freyr heiðraður fyrir sigur í síðasta deildarleik tímabilsins í Síkinu

Helgi Freyr heiðraður fyrir sigur í síðasta deildarleik tímabilsins í Síkinu

Tindastóll tók á móti Þórsurum frá Akureyri á Króknum, eftir þennan leik er ljóst að Stólarnir munu spila við Keflavík í fyrstu umferð úrslitakeppnirnar en Þórsar fara niður um deild, lokatölur 99 – 72.

Gangur leiks

Fyrir leik dagsins heiðruðu Körfuknatsdeild Tindastóls Helga Frey Margeirsson með treyju upp á veginn og blómum, skemtileg athöfn hérna á króknum fyrir leik.

Þórsarar byrjuðu leikinn strax í svæði og því skutu heimamenn nánast bara úr þristum í byrjun leiks en ekki mikið af þeim var að detta niður í byrjun leiks. Leikurinn var svipaður út fyrsta leikhlutan, Stólarnir spiluðu flotta vörn á gestina sem áttu erfit með að finna opið skot á meðan heimamenn fengu fullt af opnum skotum en náðu ekki að notfæra sér þau eins og þeir hefðu villjað.

Í byrjun annars leikhluta byrjuðu Stólarnir gjórsamlega að valta yfir Þórsarana, þeir pressuðu þá allan völlinn og gestirnir voru ekki með nein svör. Eftir þessar frábæru rúmmlega þrjár mínútur í byrjun annars leikhluta hægðist aðeins á þessu, en hálfleikstölur voru 53 – 36.

Þriðji leikhluti var bara í raun það sama og sá á undan, Þórsarar gerðu sig ekki líklega í það að koma með áhlaup og munurinn hélst svipaður.

Stólarnir héldu vel í þessa örugga foryrstu og komu reynsluminni leikmenn inn á hjá báðum liðum frekkar snemma, öruggur sigur Tindastóls hér í síkinu. Lokatölur 99 – 72.

Atkvæðamestir

Stigahæstur fyrir heimamenn var Taiwo Badmus með 24 stig, Javon Bess var þar á eftir með 22 stig. Sigtryggur Arnar var einnig mjög góður í vörn Stólana en hann endaði með 4 stolna bolta.

Fyrir gestina var Baldur Örn stigahæstur með 15 stig og þar á eftir var Dúi með 14 og Ragnar Ágústsson með 12. Baldur Örn skilaði líka 11 fráköstum sem var vel gert.

Kjarninn

Mitt faglega mat er það að Stólarnir hafi unnið þennan leik á gæðum og skipulagningu. Tindastóll tekur á móti Keflavík heima í fyrsta leik 8 liða úrslita, klárlega æsi spennandi sería þar sem mun eiga sér stað.

Tímabilið hjá Þórsurunum endaði hér í kvöld og eru þeir á leiðinni í næst efstu deild, enginn heimsendir fyrir þá þar sem þeir eru með ungt og efnilegt lið sem mun gera tilkall í að koma aftur upp einhvern tíman á næstu árum.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Hjalti Árna)

Fréttir
- Auglýsing -