15:00
{mosimage}
(Helgi í baráttunni við Sævar Sigurmundsson í gærkvöldi)
Haukar töpuðu fyrir FSu í gærkvöldi 113-90 á Selfossi í fyrstu umferð úrslitakeppni 1. deildar karla. Helgi Einarsson framherji Hauka skoraði 6 stig í gærkvöldi sagði að liðsfélagar sínir megi ekki missa trúna og að liðið þurfi að berjast fram í rauðan dauðann ef þeir ætli sér að komast áfram.
,,Við hættum bara að berjast,” sagði Helgi um hvað hafi farið úrskeiðis hjá Haukum í leiknum. ,,Það er það eina sem virkar í svona úrslitakeppni er bara að berjast eins og ljón og ef við gerum það ekki þá töpum við og við vitum það.”
Helgi sagði að sóknarleikur liðsins hafi ekki verið nógu góður og að menn þyrftu að vanda sig betur á sóknarhelming vallarins. ,,Við vorum að skjóta eftir eina eða tvær sendingar. Við þurfum að láta boltann ganga betur,” sagði Helgi.
Mynd: [email protected]



