spot_img
HomeFréttirHelgi Björns treður upp á Íslendingapartýi í Helsinki

Helgi Björns treður upp á Íslendingapartýi í Helsinki

Það verður mikið um að vera í Helsinki fyrir íslensku stuðningsmennina sem fylgja körfuboltalandsliðinu á Eurobasket 2017. 

 

Eftirpartý verða haldin öll kvöldin sem mótið fer fram á Club Circus í Helsinki. Þar koma fram Íslenskir og finnskir tónlistarmenn og kennir þar ýmissa grasa. 

 

SS Sól og Helgi Björnsson eru meðal þeirra sem taka lagið á íslendingapartýi á Club Circus á föstudagskvöldið. Ásamt Úlf Úlf sem einnig verða á Fan Zone'inu. Partýið verður í gangi öll sex kvöldin en á loka kvöldinu miðvikudaginn 6. september kemur Brother Firetribe fram á viðhafnarkvöldi. 

 

Aðgangseyrinn á hvert kvöld er 2520 kr en hægt er að gera kostakjör og kaupa passa á öll kvöldin á 40 evrur hér. Samkvæmt yfirlýsingu Finnska sambandsins verður Club Circus opinn fram eftir nóttu þar sem dansinn mun duna. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -