spot_img
HomeFréttirHelgi Björn líklegast aftur á heimaslóðir

Helgi Björn líklegast aftur á heimaslóðir

 
Helgi Björn Einarsson mun að öllum líkindum leika í sínum uppeldislit að nýju en undanfarið hefur hann æft með sínu gamla liði, Grindavík. Helgi kom upp úr 1. deildinni á síðasta tímabili með Haukum eftir sigur í umspili gegn Valsmönnum um laust sæti í úrvalsdeild.
Helgi Jónas Guðfinnsson nýráðinn þjálfari Grindvíkinga staðfesti í samtali við Karfan.is að Helgi Björn hefði æft með Grindvíkingum síðustu vikur en engin félagsskipti væru þó gengin í gegn. Sjálfur sagði leikmaðurinn við Karfan.is að öllu óbreyttu myndi hann leika með Grindavík á næsta tímabili.
 
Helgi átti gott tímabil með Haukum í 1. deildinni þar sem hann var einn af þeirra stigahæstu leikmönnum með 13 stig og 6,4 fráköst að meðaltali í leik.
 
Ljósmynd/ Helgi Björn kveður rauða Hafnarfjarðarlitinn að öllum líkindum og klæðist gulu að nýju á næsta tímabili.
 
Fréttir
- Auglýsing -