spot_img
HomeFréttirHelga og Bryndís báðar á leið í myndatöku

Helga og Bryndís báðar á leið í myndatöku

KR lék í gær án þeirra Bryndísar Guðmundsdóttur og Helgu Einarsdóttur þegar KR tók á móti Hamri í Iceland Express deild kvenna og mátti sætta sig við ósigur. Báðar voru Helga go Bryndís með gegn Keflavík í leiknum á undan en Bryndís náði ekki að ljúka þeim leik.
Böðvar E. Guðjónsson formaður KKD KR sagði við Karfan.is í dag að bæði Helga og Bryndís væru á leið í myndatöku á morgun og þá fengjust nánari upplýsingar á meiðslunum. Ljóst er að ekki má mikið út af bera í liði KR sem eru aðeins með einn erlendan atvinnumann í hópnum og risavaxið áfall ef þær Helga og Bryndís verða frá í einhvern tíma.
 
Mynd/ Bryndís fær hér aðhlynningu í leiknum gegn Keflavík á dögunum.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -