spot_img
HomeFréttirHelena: Vitum hvað við þurfum að gera til að vinna

Helena: Vitum hvað við þurfum að gera til að vinna

,,Stemmningin er mjög góð og allir rosa spenntir fyrir kvöldinu. ,,Perfect season on the line" þannig það hlakkar öllum til. Við leikmennirnir og þjálfararnir erum bara mjög spennt, það var allavega mikið um "glens og grín" á skotæfingu áðan," sagði Helena Sverrisdóttir í samtali við Karfan.is í dag en seinnipartinn getur hún orðið meistari í Slóvakíu með Good Angels og hafist sigur verður fullkomin leiktíð staðreyn, taplaust tímabil!
,,En við vitum samt að það þýðir ekkert að halda að leikurinn sé unnin í kvöld, þannig við mætum tilbúnar, vitum hvað við þurfum að gera til að vinna. Fyrstu tveir leikirnir voru mjög ,,physical" og hraðir eins og við viljum hafa þá, þeir voru jafnir framanaf en svo tókum við um 10 stiga forskot og héldum því," sagði Helena en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni á netinu á http://live.huste.tv/ og hefst hann kl. 18 ytra eða kl. 16 á Íslandi.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -