spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Helena verður í efsta sætinu eftir leik dagsins - Þetta eru 10...

Helena verður í efsta sætinu eftir leik dagsins – Þetta eru 10 leikjahæstu leikmenn landsliðsins frá upphafi

Helena Sverrisdóttir mun í dag leika sinn 80. leik fyrir Íslands hönd er liðið mætir Rúmeníu kl. 16:00 að íslenskum tíma í fyrsta leik sínum í undankeppni EuroBasket 2025. Fyrir leik dagsins er Helena jöfn Hildi Sigurðardóttur í efsta sæti landsleikjahæstu kvenna sögunnar með 79 leiki.

Helena hóf að leika með landsliðinu 14 ára gömul árið 2002, en þá var hún leikmaður Hauka. Síðan þá er liðið 21 ár og hefur hún einnig verið valin í landsliðið sem leikmaður TCU í bandaríska háskólaboltanum, Good Angels í Slóvakíu, Miskolc í Ungverjalandi, Polkowice í Póllandi og Vals á Íslandi.

Hér fyrir neðan má sjá þá 10 leikmenn sem eru landsleikjahæstir fyrir liðið, en Helena er sú eina á þeim lista sem ennþá er að spila. Reyndar þarf að leita alla leið niður í 17. sæti listans til að finna leikmann sem enn spilar, en þar situr Hildur Björg Kjartansdóttir með 38 leiki og þar fyrir neðan er liðsfélagi Helenu í Haukum og landsliðinu Þóra Kristín Jónsdóttir í 23. sætinu með 31 leik fyrir Íslands hönd.

Hérna má sjá leikjafjölda allra leikmanna

 SætiNafnTímabilFélög
1.-2. Hildur Sigurðardóttir1999-2014ÍR
KR
Jamtland(Sví)
Grindavík
Snæfell
79
1.-2. Helena Sverrisdóttir2002-22Haukar
TCU
Good Angels (SVK)
Miskolc (UNG)
Polkowice (PÓL)
Valur
79
3. Birna Valgarðsdóttir1995-09Breiðablik
Keflavík
76
4. Signý Hermannsdóttir1999-09ÍS
Valur
KR
61
5. Anna María Sveinsdóttir1986-04Keflavík60
6. Sigrún Sjöfn Ámundardóttir2007-21KR
Hamar
Norrköping (SVÍ)
Grindavík
Skallagrímur
57
7.-8. Guðbjörg Norðfjörð1990-02Haukar
KR
53
7.-8. Helga Þorvaldsdóttir1993-05KR53
9. Alda Leif Jónsdóttir1996-05Valur
ÍS
Keflavík
Holbæk
52
10. Erla Þorsteinsdóttir1995-04Keflavík
Grindavík
48
Fréttir
- Auglýsing -