spot_img
HomeFréttirHelena valin í úrvalslið NM - Svíar unnu mótið

Helena valin í úrvalslið NM – Svíar unnu mótið

Svíar eru Norðurlandameistarar kvenna eftir sigur á Finnum en Ísland náði sínum besta árangri í sögunni á mótinu þegar kvennalandsliðið landaði bronsverðlaunum. Helena Sverrisdóttir var svo valin í úrvalslið mótsins.
Helena var stigahæst á mótinu með 20,75 stig að meðaltali í leik, 5 stoðsendingar, 7,5 fráköst og 22,25 að jafnaði í framlag. Frábær árangur hjá íslenska liðinu sem lagði Norðmenn og Dani, töpuðu naumlega gegn Finnum eftir hjartastyrkjandi leik og mættu svo ofjörlum sínum í Svíaleiknum.
 
KKÍ greindi vel frá mótinu á heimasíðu sinni sem og á Facebook síðu sinni og ef þú ert ekki vinur KKÍ á Facebook er löngu orðið tímabært að hysja upp sokkana og senda vinabeiðni.
 
Myndir/ www.kki.is 
 
 
Lokastaðan á NM 2012
Nr. Lag K S T P Pts/PM PPG/OPPG Hjemme S/T Borte S/T Hjemme PPG/OPPG Borte PPG/OPPG Siste 5 Siste 10 Streak Hjemme "streak" Borte "streak" JSK
1. Sverige 4 4 0 8 325/221 81.3/55.3 3/0 1/0 78.7/56.0 89.0/53.0 4/0 4/0 4 3 1 0/0
2. Finland 4 3 1 6 314/284 78.5/71.0 2/0 1/1 81.5/63.5 75.5/78.5 3/1 3/1 -1 2 -1 1/0
3. Island 4 2 2 4 279/285 69.8/71.3 0/1 2/1 80.0/83.0 66.3/67.3 2/2 2/2 -1 -1 1 1/1
4. Danmark 4 1 3 2 268/305 67.0/76.3 0/2 1/1 60.0/80.5 74.0/72.0 1/3
Fréttir
- Auglýsing -