spot_img
HomeFréttirHelena um úrslitaeinvígi Þórs og Keflavíkur "Getur orðið snúið hjá Þór"

Helena um úrslitaeinvígi Þórs og Keflavíkur “Getur orðið snúið hjá Þór”

Karfan fékk margfalda meistarann Helenu Sverrisdóttur til að spá í einvígi Keflavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn sem hefst á miðvikudaginn í Keflavík. Þórsarar hafa komið öllum á óvart nema þeim sjálfum með frábærum leik á þessu tímabili, en liðið endaði í öðru sæti deildarinnar, þvert ofan í allar spár.

„Ég vona innilega að Þór geti gefið Keflavík smá samkeppni,“ segir Helena og bætir við: „Byrjunarliðið hjá Keflavík er ansi hreint sterkt og á köflum nánast óstöðvandi. Það verður gaman að sjá Þórsara reyna að stoppa Keflavík, og verður það væntanlega ekki auðvelt. Ég held að Keflavík muni reyna að stjórna tempóinu og hægja á leiknum að einhverju leyti, því einn aðalstyrkur Þórsara er einmitt hraður og aggressífur leikur. Þetta getur orðið snúið hjá Þór og ég spái því að Keflavík verði Íslandsmeistari, vinni þetta einvígi 3-1.“

Keflavík tekur á móti Þór í fyrsta leik annað kvöld miðvikudag 16. júní kl. 20:15 í Blue höllinni.

Fréttir
- Auglýsing -