spot_img
HomeFréttirHelena Sverrisdóttir og Good Angels úr leik í Euroleague

Helena Sverrisdóttir og Good Angels úr leik í Euroleague

Good Angels tók á móti UMMC Ekaterinburg í dag í öðrum leik sínum í úrslitakeppni Euroleague. Fyrri leikurinn hafði farið fram á heimavelli UMMC og endaði 61-55 fyrir heimamönnum og því þurfti Good Angels á sigri að halda í dag til að halda áfram í keppninni.
 
Helena byrjaði á bekknum í dag. Good Angels byrjuðu leikinn betur og komust í 10-2 á upphafsmínútunum. En eftir það fór leikur þeirra niður á við. UMMC tók öll völd á vellinum og hægt rólega fóru að síga fram úr Helenu og félögum. Helena átti ágætis innkomur í dag og endaði leikinn með því að spila 18 mínútur og á þeim skoraði hún 2 stig og tók 4 fráköst. Þó svo að UMMC væri búið að vera að auka forskotið hægt og rólega í gegnum leikinn þá var það fjórði leikhlutinn sem gerði útslagið. Í þeim leikhluta þá sundurspiluðu gestirnir Good Angels og áttu þær aldrei séns. Leikurinn endaði 49-75 fyrir UMMC sem klárlega var betra liðið í kvöld.
 
Lið UMMC er ekki af verri endanum en í því spila til dæmis Sandrina Gruda og Maria Stepanova, sem báðar hafa verið valdar „Bestu leikmenn Evrópu“ af FIBA Europe. Þar að auki hafa þær Sue Bird (Seattle Storm), einn besta leikstjórnanda WNBA, og Candice Parker (Los Angeles Sparks), einn besta leikmann WNBA. Með þeim er síðan Deanna Nolan sem spilaði í nokkur ár í WNBA og hefur meðal annars unnið titilinn þar nokkrum sinnum.
 
Stigahæstar Good Angels voru þær Daniell McCray og Erin Lawless með 15 stig hvor. En hjá UMMC Deanna Nolan með 19 stig og Sue Bird með 16 stig. Þess má geta að Good Angels var lægri en UMMC í öllum tölfræðiþáttunum í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -