spot_img
HomeFréttirHelena Sverrisdóttir með Haukum í kvöld

Helena Sverrisdóttir með Haukum í kvöld

 

Samkvæmt heimildum MBL mun besta körfuknattleikskona Íslands, Helena Sverrisdóttir, vera með Haukum í kvöld gegn Stjörnunni, en hún eignaðist sitt fyrsta barn fyrir aðeins 5 vikum síðan. Samkvæmt heimildunum mun Helena ekki aðeins vera í hóp Hauka, heldur er þar gert ráð fyrir því að hún spili einhverjar mínútur. Leikurinn hefst kl. 19:15 að Ásvöllum í Hafnarfirði, en fyrir hann er Stjarnan í 4. sæti deildarinnar, öruggt með sæti í undanúrslitunum á meðan að Haukar eru í því 7.

Fréttir
- Auglýsing -