spot_img
HomeFréttirHelena stigahæst í sigri TCU

Helena stigahæst í sigri TCU

21:37

{mosimage}
(Helena í leiknum gegn Colorado í gær)

TCU, lið Helenu Sverrisdóttur, vann 18 stiga sigur, 70-52, á Colorado State í bandaríska háskólaboltanum í gær á heimavelli. Helena var stiga- og frákastahæst en hún skoraði 20 stig og tók 8 fráköst. TCU hefur nú unnið 5 af síðustu sex leikjum sínum og eru með 10 sigra og 8 töp.

Helena lék 26 mínútur í leiknum og hitti úr 8 af 15 skotum sínum, þar af 3 af 4 þriggjastiga skotum, en þetta var í fyrsta skipti sem hún var stigahæst hjá TCU.

Leikurinn fór fram á heimavelli TCU og næsti leikur liðsins fer einnig fram á heimavelli, en þá taka stelpurnar i TCU á móti Utah skólanum.

[email protected]

Mynd: TCU

Fréttir
- Auglýsing -