13:27
{mosimage}
TCU, lið Helenu Sverrisdóttur, tapaði í nótt fyrir Texas A&M 65-58. Helena byrjaði inná en hitti frekar illa í leiknum eins og fleiri félagar hennar. Hún lék í 27 mínútur.
Helena var með fimm stig í leiknum, setti einn þrist og hitti úr tveimur vítum. Hún nýtti aðeins eitt af sjö skotum sínum. Hitti úr tveimur af þremur vítum sínum og var með eitt frákast.
Aðalstjarna liðsins Adrianne Ross var aðeins með tvö stig. Hitti úr einu af tólf skotum sínum.
Mynd: VF.is



