spot_img
HomeFréttirHelena og María lágu báðar á útivelli

Helena og María lágu báðar á útivelli

 
TCU og UTPA máttu bæði sætta sig við ósigra á útivelli í bandarísku háskóladeildinni í körfubolta í nótt. Helena Sverrisdóttir var stigahæst með 22 stig í tapi TCU en tölur Maríu fast ekki staðfestar þar sem tölfræði úr leik UTPA er enn ekki aðgengileg.
TCU tapaði eftir spennandi leik gegn Fresno State í Kaliforníufylki í nótt. Lokatölur leiksins voru 75-72 Fresno State í vil en Helena og liðsfélagar í TCU leiddu mest með 14 stiga mun í síðari hálfleik en tókst samt ekki að tryggja sér sigurinn. Helena var stigahæst í liði TCU með 22 stig en það er það mesta sem hún hefur skorað á þessu tímabili. Helena var einnig með 7 fráköst og 3 stolna bolta á þeim 35 mínútum sem hún lék í leiknum. Þá skoraði Helena fjórar þriggja stiga körfur í leiknum sem er það mesta sem hún hefur gert á sínum tíma í skólanum.
 
Þá töpuðu María Ben Erlingsdóttir og UTPA einnig á útivelli í nótt 81-72 gegn Arlington skólanum þar sem Bianca Torre var stigahæst hjá UTPA með 29 stig. Tölfræði leiksins var því miður ekki fáanleg.
 
Ljósmynd/ María og UTPA töpuðu sínum fimmta leik í röð í nótt.
 
Fréttir
- Auglýsing -