11:00
{mosimage}
(Helena Sverrisdóttir)
Helena Sverrisdóttir hefur verið valin nýliði ársins í Mountain West deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum. Helena er stigahæsti nýliði í TCU-skólanum síðan að Sandora Irvin (núverandi leikmaður San Antonio Silver Stars í WNBA) skoraði 10,8 stig í leik veturinn 2001-2002. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og á www.visir.is
Helena var með 9,3 stig, 5,7 fráköst og 2,7 stoðsendingar að meðaltali á 25,3 mínútum sem hún spilaði í leik og er eini nýliðinn í Mountain West deildinni sem er inni á listum í stigum (21. sæti), fráköstum (14.) og stoðsendingum (12.).
Þetta er mikil viðurkenning fyrir Helenu og íslenskan kvennakörfubolta en það eru þjálfarar Mountain West deildarinnar sem velja besta nýliðan hennar.
www.visir.is / Fréttablaðið í dag, 11. mars



