11:45
{mosimage}
Helena Sverrisdóttir leikmaður TCU var valin fyrsta árs leikmaður ársins(Freshman of the year) hjá liði sínu í bandaríska háskólaboltanum. Tímabil Helenu hjá TCU hefur verið afar gott og var hún í byrjunarliðinu nánast allt árið. Samkvæmt heimasíðu TCU er Helena aðeins fjórði fyrsta árs leikmaðurinn til að vera í byrjunarliðið TCU í fyrsta leik ársins undir stjórn Jeff Mittie þjálfara.
Helena er stigahæsti fyrsta árs leikmaðurinn til að spila hjá TCU síðan Sandora Irvin var spilaði sitt fyrsta tímabil hjá TCU árið 2001-02 en hún leikur í dag með WNBA-liðinu San Antonio Silver Stars.
Adrianne Ross besti leikmaður TCU undanfarin ár hefur skrifað undir samning við San Antonio Silver Stars og mun hún spila með þeim undirbúningstímabilinu. Er hún aðeins annar leikmaðurinn frá TCU sem skrifar undir samning hjá WNBA-liði en hinn er Sandora Irvin leikmaður San Antonio Silver Stars.
Helena var fyrr í vetur valinn fyrsta árs leikmaður ársins í Mountan West-deildinni sem TCU spilar í.
Helena var topp 5 hjá liðinu í öllum helstu tölfræðiþáttum og var t.a.m. þriðja stigahæst.
Helstu tölur:
Stig 9.2 (þriðja í liðinu)
Fráköst 5.7 (önnur í liðinu)
Stoðsendingar 2.5 (þriðja í liðinu)
Stolnir boltar 1.2 (fjórða í liðinu)
Varin skot 0.3 (þriðja í liðinu)
Mínútur 25.7 (þriðja í liðinu)
Mynd: TCU



