spot_img
HomeFréttirHelena: Nú er skemmtilegi tíminn að byrja

Helena: Nú er skemmtilegi tíminn að byrja

06:00
{mosimage}

 

(Helena Sverrisdóttir) 

 

Karfan.is náði tali af Helenu Sverrisdóttur, varafyrirliða A-landsliðsins, en hún er stödd ásamt landsliðinu í Gentofte í Danmörku þar sem Norðurlandamótið fer fram. Fyrsti leikur íslenska liðsins fer fram á morgun þegar Ísland mætir sterku liði Svía kl. 16.30 að staðartíma eða kl. 14.30 að íslenskum tíma. Helena segir Svíaleikinn vera verðugt verkefni enda séu Svíar og Finnar með sigurstranglegustu liðin á mótinu.

 

Hvernig leggst leikurinn í þig gegn sterku liði Svía?

Hann leggst vel í mig, við erum búnar að æfa vel í sumar, og allar búnar að leggja mikið á sig til þess að vera komnar hingað. Núna er skemmtilegi tíminn að byrja, þ.e. allt erfiðið og allar æfingarnar eru að borga sig tilbaka. Svíarnir eru með mjög sterkt lið, og þetta verður því verðugt verkefni fyrir okkur í fyrsta leik.

 

Eru Svíar ekki sigurstranglegir á mótinu?

Jú, ég myndi halda að Svíar og Finnar væru sigurstranglegastar, Svíarnir eru með nokkrar mjög góðar stelpur, m.a. nokkrar sem voru að spila með U-20 sem sigraði B-deildina núna í júlí. Þær eru líka með stelpur sem margar hverjar spila í sterkum deildum í Evrópu.  

 

Hvernig er andinn í íslenska liðinu, er hópurinn klár í verkefnið?

Andinn er mjög góður, og langt síðan hópurinn hefur verið eins samstilltur og hann er núna. Við erum með lið sem getur komist mjög langt á liðsheildinni, og við þurfum virkilega að vera tilbúnar að fórna öllu fyrir hverja aðra, og það á eftir að skipta miklu máli að við séum tilbúnar að hjálpast að, bæði í þessu verkefni (NM) og EM, því við erum að mæta klassa þjóðum sem eiga fullt af mjög góðum leikmönnum.

 

Við hverju búist þið frá Svíum í fyrsta leiknum ykkar?

Við spilum ekki fyrr en á morgun og fáum því séns á að sjá þær spila í dag gegn Dönum, en Svíarnir eru alltaf með mjög stórar og sterkar stelpur í teignum, ég gæti trúað að þær myndu spila hraðann bolta og pressa vel á okkur í vörninni, ekki endilega fullan völl en þær verða mjög sterkar fyrir og því þurfum við að spila góða vörn og reyna að ná sem

flestum hraðaupphlaup eða first change sóknir.

 

Íslenska liðið mætir Svíum á morgun kl. 14.30 en hér að neðan má sjá leikjadagskrá liðsins:

 

Mið: Ísland-Svíþjóð kl. 14.30

Fim: Ísland-Noregur kl. 16.45

Fös: Ísland-Finnland kl. 13.30

Lau: Ísland-Danmörk kl. 13.30

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -