Haukar eru Lengjubikarmeistarar kvenna 2015 eftir öruggan 47-70 sigur á Keflavík í úrslitum liðanna á Selfossi. Helena Sverrisdóttir gerði 22 stig, tók 10 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 3 boltum í liði Hauka.
„Það er stígandi í þessu hjá okkur og þetta var einn jafnasti lekurinn okkar í keppninni, frábært að það skyldi koma í þessum leik,“ sagði Helena m.a. við Karfan TV eftir sigurinn í Lengjubikarnum.



