spot_img
HomeFréttirHelena með tíu fráköst í sigri TCU

Helena með tíu fráköst í sigri TCU

10:42

{mosimage}

Háskólaliðið TCU vann í nótt sigur á Fresno State í Bandaríkjunum í gær. Helena Sverrisdóttir átti góðan leik í liði TCU.

Helena tók tíu fráköst í leiknum, skoraði átta stig og gaf fjórar stoðsendingar. Hún hitti samtals úr fjórum skotum sínum af þrettán skotum í leiknum og misnotaði eina vítaskotið sitt. Hún varði einnig tvö skot og stal tveimur boltum á þeim 30 mínútum sem hún lék í leiknum, mest allra í sínu liði.Þetta var þriðji sigur TCU á tímabilinu eftir sex leiki. Þetta var aðeins í annað skiptið á tímabilinu sem leikmaður TCU nær tíu fráköstum eða meira í einum leik.

Mynd: heimasiða TCU

www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -