spot_img
HomeFréttirHelena með níu stig í sigri TCU

Helena með níu stig í sigri TCU

12:42
{mosimage}

(Helena Sverrisdóttir) 

Helena Sverrisdóttir skoraði í nótt níu stig fyrir lið sitt, TCU, sem vann sigur á Air Force í bandarísku háskóladeildinni í körfubolta, 85-50. Þetta kemur fram hjá www.visir.is  

Helena var aldrei þessu vant ekki í byrjunarliði TCU en um var að ræða síðasta heimaleik liðsins í deildakeppninni. Þess vegna ákvað þjálfari liðsins að byrja eingöngu með leikmenn sem útskrifast í vor og voru þar með að kveðja stuðningsmenn sína á heimavelli. 

Þetta var einnig 400. sigur skólans frá upphafi en hann var öruggur eins og tölurnar gefa til kynna. Helena lék í 20 mínútur í leiknum og hitti úr öllum fjórum skotum sínum utan af velli auk þess sem hún nýtti annað tveggja vítakasta sinna. Hún gaf fjórar stoðsendingar, varði þrjá bolta auk þess sem hún tók tvö fráköst. Hún tapaði engum bolta í leiknum. 

Framundan er úrslitakeppni Mountain West-deildarinnar sem fer fram í Las Vegas um þarnæstu helgi. Þar keppir TCU um laust sæti í 64-liða úrslitum háskólaboltans í Bandaríkjunum sem er oftast kallað March Madness.  

www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -