Helena Sverrisdóttir gerði fimm stig í meistaradeild Evrópu (Euroleague) í kvöld þegar Good Angels höfðu útisigur á Gospic CO. Lokatölur voru 76-91 Good Angels í vil.
Helena var ekki í byrjunarliði Good Angels í kvöld en lék í 13 mínútur og skoraði 5 stig og stal tveimur boltum. Stigahæst í liði Good Angels var Miljana Bojovic með 22 stig.
Frækinn sigur hjá Góðu Englunum sem nú skella sér í 11 tíma rútuferðalag aftur heim til Slóvakíu.