spot_img
HomeFréttirHelena með eina af bestu frammistöðum kvöldsins

Helena með eina af bestu frammistöðum kvöldsins

Helena Sverrisdóttir átti frábæran leik í gær þegar að Íslenska landsliðið tapaði fyrir Bosníu með 10 stigum, 74-84, í síðasta leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins 2019. Skoraði hún 22 stig, tók 14 fráköst og gaf 9 stoðsendingar, sem í heildina gáfu henni 35 framlagsstig í leiknum.

Frammistaða hennar í leiknum var talin ein af fimm bestu á þessu síðasta kvöldi undankeppninnar af FIBA, sem nú hafa efnt til kosningar um það hver hafi átt besta leikinn. Tilnefndar með henni eru Johannah Leedham frá Bretlandi, Emma Meesseman frá Belgíu, Glory Johnson frá Svartfjallalandi og Marica Gajic frá Bosníu.

Hérna er hægt að kjósa

 

Fréttir
- Auglýsing -