Helena Sverrisdóttir átti stórleik í kvöld þegar lið hennar CCC Polkowice sigraði lið Energa Torun 73:62 á heimavelli Polkowice. Helena setti 21 stig fyrir lið sitt og bætti við 7 fráköstum á þeim 34 mínútum sem hún spilaði. Polkowice eru því enn ósigraðar á toppi pólsku deildarinnar eftir 5 leiki en Wisla Krakaw eru efstar þar sem þær eru einnig ósigraðar en hafa spilað einum leik meira eða 6 leiki.



