spot_img
HomeFréttirHelena með 17 stig í sigri TCU

Helena með 17 stig í sigri TCU

10:03
{mosimage}

(Helena stóð sig með glæsibrag í nótt) 

Háskólalið Helenu Sverrisdóttur, TCU, í Bandaríkjunum átti ekki í neinum vandræðum í nótt og skelltu liði Oklahoma State 97-63. Leikurinn fór fram á heimavelli TCU, Daniel-Meyer Coliseum. Helena setti persónulegt met í bandaríska háskólaboltanum en hún gerði 17 stig í leiknum. 

Helena var einnig með sex fráköst í leiknum og fjórar stoðsendingar. Á heimasíðu TCU segir að liðið hafi verið við stjórnvölin í leiknum nánast frá upphafi til enda.  

Helena lék í 28 mínútur í leiknum, setti niður 6 af 9 teigskotum sínum og 1 af 3 þriggja stiga skotum. Þá hitti Helena úr öllum fjórum vítum sínum í leiknum, var með eina villu og tvo tapaða bolta.  

Síðasti leikur TCU fyrir jól er föstudaginn 21. desember þegar liðið mætir Houston háskólanum í Houston. 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -