spot_img
HomeFréttirHelena lenti á sjúkrahúsi í Slóvakíu

Helena lenti á sjúkrahúsi í Slóvakíu

Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, dvaldi í fjóra sólarhringa á sjúkrahúsi í Slóvakíu vegna veikinda sem herjuðu á hana. Helena leikur með Good Angels Kosice þar í landi. www.mbl.is greinir frá.
„Slæmur magavírus hefur verið að ganga hér í Slóvakíu. Ég gat ekki haldið neinu niðri og vökvatapið var orðið talsvert. Ég var því lögð inn í þeim tilgangi að fá vökva í æð auk þess sem ég var með mikinn hita og þurfti því að fá lyf við því,“ sagði Helena þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hennar í gær. Hún sagði veikindin hafa gert vart við sig fyrir viku.
 
Nánar um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag
  
Fréttir
- Auglýsing -