spot_img
HomeFréttirHelena leikmaður vikunnar í MWC

Helena leikmaður vikunnar í MWC

 
Helena Sverrisdóttir hefur verið valin besti leikmaður síðustu viku í Mountain West háskólariðlinum í Bandaríkjunum. Helena sem leikur eins og kunnugt er með TCU háskólanum hefur alls átta sinnum verið útnefnd leikmaður vikunnar en þetta var fyrsta útnefningin á yfirstandandi leiktíð.
Helena setti m.a. persónulegt met með 30 stigum í sigri TCU á UT Arlington. Á sunnudag skoraði Helena svo 23 stig þegar TCU lá illa gegn Texas A&M skólanum þar sem hún setti annað persónulegt met er hún skoraði úr 12 af 14 vítaskotum sínum í leiknum.
 
Í síðastliðinni viku var Helena því með 26,5 stig, 6,0 fráköst, 4,0 stoðsendingar og 1,5 stolinn bolta að meðaltali í leik. Næsti leikur TCU er svo sunnudaginn 19. desember á heimavelli gegn Sam Houston State skólanum.
 
Fréttir
- Auglýsing -