Good Angels eiga mikilvægan leik í meistaradeild kvenna í kvöld þegar liðið tekur á móti Gospic CO í C-riðli. Helena Sverrisdóttir og liðsfélagar í Good Angels eru um þessar mundir í 5. sæti riðlsins af átta liðum og mæta Gospic CO sem er í 6. sæti, einu stigi á eftir Good Angels.
Leikurinn hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með honum í beinni á netinu.



