spot_img
HomeFréttirHelena heim á ný

Helena heim á ný

Helena Sverrisdóttir er mætt aftur í Haukabúninginn en frá þessu var greint á blaðamannafundi KKD Hauka nú í hádeginu. Helena verður spilandi þjálfari í þriggja manna þjálfarateymi kvennaliðsins. Ívar Ásgrímsson lætur því af störfum með kvennalið Hauka en þeir Ingvar Guðjónsson og Andri Þór Kristinsson munu stýra liðinu ásamt Helenu. Andri stýrði kvennaliði Breiðabliks á síðasta tímabili en liðið féll í 1. deild kvenna og Ingvar var aðstoðarþjálfari Ívars.

 

Við þurfum ekkert að fjölyrða um hvílíkar búbætur þetta eru fyrir Hafnfirðinga enda Helena einn allra besti leikmaður þjóðarinnar en hún hefur dvalið síðustu sjö ár erlendis við nám og síðar í atvinnumennsku og var hún í vetur með CCC Polkowice í Póllandi.

Pétur Ingvarsson bætist svo við í flóru þjálfarahópsins karlamegin og verður þar ásamt Ívari Ásgrímssyni og Emil Erni Sigurðarsyni. Ívar og Emil fóru með karlalið Hauka í undanúrslit Domino´s-deildarinnar þar sem liðið féll út gegn Tindastól. 

Mynd/ [email protected] – Frá blaðamannafundi Hauka í dag. Frá vinstri: Kjartan Freyr Ásmundsson formaður KKD Hauka, Ingvar Guðjónsson, Helena Sverrisdóttir, Ívar Ásgrímsson, Emil Örn Sigurðarson og Andri Þór Kristinsson.

Fréttir
- Auglýsing -