Helena Sverrisdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur á Smáþjóðaleikum á leikunum sem fóru fram á Íslandi í fyrstu viku júnímánaðar. www.kki.is greinir frá.
Helena bætti ekki aðeins met Önnu Maríu sem hafði staðið óhaggað í átján ár heldur varð hún einnig fyrsta íslenska konan til að skora 200 stig á Smáþjóðaleikum.
Anna María Sveinsdóttir skoraði 191 stig í 12 leikjum á fjórum Smáþjóðaleikum sínum frá 1989 til 1997 sem gera 15,9 stig að meðaltali í leik.
Helena var með 157 stig í leikjum sínum á leikunum fyrir Smáþjóðaleikana á Íslandi og vantaði því 35 stig til að bæta met Önnu Maríu. Helena bætti stigamet Önnu Maríu í sigrinum á Mónakó þar sem hún skoraði 16 stig en Helena var með 22 stig í fyrsta leiknum á móti Möltu.
Mynd/ Bára Dröfn



