spot_img
HomeFréttirHelena fyrst með þrennu að meðaltali í úrslitakeppninni

Helena fyrst með þrennu að meðaltali í úrslitakeppninni

Haukar tryggðu sér rétt í þessu Íslandsmeistaratitilinn í Domino's deild kvenna eftir sigur á Val í mögnuðum háspennu-oddaleik, 74-70. Leikurinn var mjög jafn og en þó sveiflukenndur en Haukar reyndust sterkari á lokasprettinum þrátt fyrir áhlaup Vals.

 

Helena Sverrisdóttir var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígisins eftir leik en hún var með magnaða tölfræði línu í leik kvöldsins 21 stig, 19 fráköst og 10 stoðsendingar. Helena leiddi lið Hauka til sigurs þetta tímabilið og er vel að þessari viðurkenningu komin. 

 

Ekki nóg með að Helena hafi verið með þrefalda tvennu í þessum leik heldur er hún með þrennu að meðaltali í allri úrslitakeppninni. Hún endaði með 20,8 stig, 12,5 fráköst og 10 stoðsendingar í átta leikjum, þremur gegn Skallagrím og fimm gegn Val. 

 

Helena varð þar með fyrst í sögunni til að vera með þrefalda tvennu að meðaltali í úrslitakeppninni frá upphafi. Af þessum átta leikjum sem Haukar léku í úrslitakeppninni var Helena með þrennu í fjórum en daðraði við hana í öllum hinum leikjunum. 

 

 

Viðtal við Helenu eftir leik má finna hér. 

Fréttir
- Auglýsing -