spot_img
HomeFréttirHelena fyrst íslenskra kvenna í dag til að leika í meistaradeild Evrópu

Helena fyrst íslenskra kvenna í dag til að leika í meistaradeild Evrópu

 
Helena Sverrisdóttir og liðsfélagar í slóvakíska liðinu Good Angels eru komnar til Póllands þar sem Helena verður í kvöld fyrst íslenskra kvenna til að leika í Euroleague (meistaradeild Evrópu).
Íþróttafréttamaðurinn Óskar Ófeigur Jónsson birti í Fréttablaðinu og á Vísi.is í gærviðtal við Helenu um málið sem nálgast má hér.
 
Áður en liðið fór til Póllands hafði það unnið þrjá mjög þægilega sigra í deildarkeppninni í Slóvakíu. Í fyrsta leik unnu Góðu englarnir unglingalið félagsins 103-25. Í annarri umferð burstuðu þær ŠBK Šamorín 80-39 og í þriðju umferð kom 119-34 sigur gegn MBK Región Rož?ava.
 
,,Leikurinn gegn MBK Región Rož?ava var lokaprófið okkar fyrir Evrópuleikinn gegn Wisla CAN Pack Cracov svo við vildum leika af krafti allan leikinn,“ sagði Štefan Svitek þjálfari Góðu englanna.
 
Helena hefur fengið nýja liðsfélaga í þeim Danielle McCray (frá Connecticut Sun WNBA) og Bernadett Nemeth (frá MKB EUROLEASING SOPRON, Ungverjalandi). Hvort þessi viðbót sé nóg gegn sterku liði Wisla CAN Pack Cracov kemur í ljós í kvöld þegar liðin mætast í Póllandi kl. 18.00 að staðartíma eða kl. 16.00 að íslenskum tíma.
 
Góðu englarnir og Wisla CAN Pack Cracov hafa mæst fjórum sinnum í meistaradeild Evrópu síðan árið 2005 og hafa Pólverjarnir haft betur í öllum leikjunum! Liðin mættust síðast í janúar á þessu ári í Slóvakíu þar sem Cracov hafði betur 68-73.
 
Eins og kemur fram hjá Fréttablaðinu í gær verður Helena ekki í byrjunarliðinu í kvöld en í síðasta deildarleik gerði hún 17 stig, tók 7 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og var með 1 stolinn bolta.
 
Fréttir
- Auglýsing -