spot_img
HomeFréttirHelena er fjölhæfur leikmaður

Helena er fjölhæfur leikmaður

16:30

{mosimage}

Jeff Mittie, þjálfari körfuboltaliðs TCU-háskóalns í Bandaríkjunum segir að Helena Sverrisdóttir sé fjölhæfur leikmaður sem komi til með að nýtast liðinu vel á leiktíðinni.

 

Undirbúningstímabilið í bandaríska háskólaboltanum er nú í fullum gangi en TCU leikur í 1. deildinni. Það gerir einnig UTPA-háskólinn sem María Ben Erlingsdóttir leikur með.

Þær eru fyrstu íslensku körfuboltakonurnar sem spila í þessari deild síðan að Kristín Blöndal lék með Charleston Southend frá árunum 1993 til 1997. 

Helena mun væntanlega spila sem leikstjórnandi en Mittie segir að hún geti vel nýst í fleiri leikstöðum. „Hún býr að mikilli alþjóðlegri reynslu og er góður alhliðaleikmaður sem getur skotið að utan. Við vonumst til að boltameðferð hennar komi að góðum notum á tímabilinu." 

Tímabilið hefst föstudaginn 9. nóvember næstkomandi en liðið leikur æfingaleik á morgun. 

www.visir.is

Mynd: www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -