Helena Sverrisdóttir stendur nú í ströngu með liði sínu Miskloc í baráttunni um brons verðlaun í Ungverjalandi. Liðinu gekk þokkalega í vetur og urðu deildarmeistarar en náði ekki að komast í úrslita einvígið. “Við enduðum sem sagt í deildarmeistarar og spilum gegn liði nr 4 í undanúrslitum. Þar töpum við báðum leikjunum o gá sama tíma voru lið sem endaði í öðru og þriðja sæti í deildinni í oddaleik og vann liðið í fjórða sæti á “buzzer” Þar með spilum við gegn Sporon sem er svona risalið hérna í boltanum og hafa spilað í Euroleague í 15 ár í röð. En sú hefð er brotinn þar sem þær komust ekki í úrslitarimmuna í ár.” sagði Helena í spjalli við Karfan.is
Fyrsti leikur Helenu og félaga um bronsið var í gær einmitt gegn Sopron og töpuðu þær í þeim leik. ” Við töpuðum í gær og erum því 0:1 undir í seríunni og leikur tvö er á laugardaginn. Bæði bronssætið og það fjórða gefa Eurocup sæti að ári og því er eins og menn séu ekkert sérstaklega stressaðir yfir þessu einvígið. En við leikmenn viljum að sjálfsögðu vinna þetta.” sagði Helena enn fremur.
En hvað tekur svo við hjá Helenu þegar mótinu líkur og er hún eitthvað byrjuð að hugsa út í það?
“Framhaldið hjá mér er alveg óljóst en ég sé ekki að ég komi hingað aftur og “umbinn” minn veit af því. Það hafa komið upp ýmis spennandi tilboð seinustu mánuði en við tökum okkur bara tíma og sjáum hvað verður besta ákvörðun fyrir mig í framhaldinu. Þannig að ég býst ekki við að vera áfram hér í Ungvarjalandi.”