spot_img
HomeFréttirHelena aftur valin leikmaður vikunnar

Helena aftur valin leikmaður vikunnar

11:00
{mosimage}

Helena Sverrisdóttir landsliðskona í körfuknattleik er að gera það gott með liði TCU í bandarísku háskóladeildinni. Í gær var Helena valin leikmaður vikunnar í Mountain West-háskóladeildinni fyrir frammistöðu sína og er þetta annað skiptið í röð sem hún hlýtur þessa viðurkenningu. Þetta kemur fram á www.mbl.is  

Helena dró vagninn með liði TCU í tveimur sigurleikjum liðsins í síðustu viku. Hún skoraði 16,5 stig, tók 10,5 fráköst og átti 3 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum tveimur. Hún fór á kostum á sunnudaginn þegar TCU lagði New Mexico, 59:51, í framlengdum leik en í þeim leik skoraði hún 24 stig og átti stærstan þátt í að tryggja liði sínu sigurinn. 

www.mbl.is

Fréttir
- Auglýsing -