spot_img
HomeFréttirHelena aftur valin íþróttakona vikunnar í TCU

Helena aftur valin íþróttakona vikunnar í TCU

 
Helena Sverrisdóttir fékk enn eina viðurkenninguna í gær þegar hún var kosin besta íþróttakona TCU-skólans í þessari viku. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Helena fær þennan heiður. Þetta segir í frétt af www.visir.is  
 
Helena stóð sig mjög vel að vanda í tveimur leikjum TCU en liðið vann annan og tapaði hinum. Helena var með 18,5 stig, 8,5 fráköst og 3,5 stoðsendingar að meðaltali í þessum tveimur leikjum.
 
Helena var með 22 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar í sigurleik vikunnar sem var á móti toppliði deildarinnar, San Diego State.
 
Fréttir
- Auglýsing -