spot_img
HomeFréttirHelena á leið til Póllands

Helena á leið til Póllands

Landsliðskonan Helena Sverrisdóttir hefur samið við pólska úrvalsdeildarliðið CCC Polkowice og heldur hún utan þann 7. september næstkomandi. Polkowice sló m.a. Good Angels út í Evrópukeppninni þegar Helena var á mála hjá Englunum á þarsíðustu leiktíð er liðin mættust í undanúrslitum keppninnar.
 
 
„Þetta er stór og flottur klúbbur sem hefur oft spilað í Euroleague á seinustu árum. Ég veit í raun ekki mikið um liðið fyrir þetta ár nema það er nýr þjálfari og mikið af nýjum leikmönnum,“ sagði Helena sem skrifaði undir við Pólverjana í dag.
 
Á ýmsu hefur gengið hjá Helenu í samningsmálum síðustu daga en nú er næsta leiktíð í höfn. „Þetta er búið að vera smá rússíbani. Ég var á leiðinni hingað og þangað seinustu vikur en er bara mjög ánægð með þetta og hlakka mikið til.“
 
Polkowice hafnaði í 4. sæti í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en lék til úrslita gegn Wisla og lá þar 3-2.
  
Fréttir
- Auglýsing -