spot_img
HomeFréttirHeldur sigurganga KR áfram?

Heldur sigurganga KR áfram?

15:36

{mosimage}
(Margrét Kara átti stórleik gegn Haukum í síðasta leik)

Tvö heitustu liðin í Iceland Express-deild kvenna mætast í kvöld þegar KR-ingar heimsækja Keflvíkinga á Sunnubrautina. KR er í 3. sæti með sex stig og hefur unnið þrjá leiki í röð. Þær töpuðu fyrsta leiknum naumlega gegn Haukum en þá lék erlendi leikmaður liðsins ekki með þeim. Síðan þá hafa þær verið sjóðandi og erlendi leikmaður liðsins farið á kostum. Keflavík trónir á toppi deildarinnar eftir sannfærandi sigur á Haukum á Ásvöllum um liðna helgi. Liðið varð fyrir miklu áfalli í vikunni þegar Bryndís Guðmundsdóttir sleit krossbönd og verður frá um einhvern tíma en það verður spennandi að sjá hvernig þeim tekst að vinna sig út úr því áfalli í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Í Röstinni fá heimastúlkur í Grindavík Haukastúlkur í heimsókn. Bæði þessi lið töpuðu sínum síðasta leik og í bæði skiptin var það Keflavík sem sá um að ganga frá þeim. Leikmenn liðanna vilja rífa sig upp og því er þeim báðum sigur nauðsynlegur. Erlendi leikmaður Hauka hefur verið sjóðandi heitur á tímabilinu og skorað grimmt fyrir Hafnfirðinga en skorar að jafnaði um sjö þriggja-stiga körfur í leik. Hjá Grindavík er Joanna Skiba potturinn og pannan í öllu spili og þarf hún að eiga stórleik í kvöld til þess að Grindavík taki stigin tvö. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Mínútu þögn verður fyrir báða leiki kvöldsins í minningu Mörtu Guðmundsdóttur sem lést á mánudag.

myndir: Karfan.is

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -