spot_img
HomeFréttirHéldu til Finnlands í morgun

Héldu til Finnlands í morgun

{mosimage}

(Friðrik Stefánsson, landsliðsmiðherji, í baráttunni gegn Keflavík á síðustu leiktíð) 

Íslenska A-landsliðið hélt til Svíþjóðar í morgun og mun síðar í dag fljúga áleiðis til Finnlands þar sem liðið tekur þátt í Norðurlandamótinu.

Fyrsti leikurinn er gegn heimamönnum í Finnlandi á miðvikudag kl. 19:00 en íslenska liðinu gefst tími til að sjá Finna leika gegn Norðmönnum áður en það mætir Finnum.

„Við förum í þetta mót til þess að vinna og bíðum spenntir eftir að sjá Finnana spila gegn Noregi á morgun,“ sagði landsliðsmiðherjinn Friðrik Stefánsson í samtali við Víkurfréttir.

Leikjaröðun landsliðsins í Finnlandi:

Miðvikudagur 2. ágúst
Finnland – Ísland

Fimmtudagur 3. ágúst
Ísland – Svíþjóð

Föstudagur 4. ágúst
Noregur – Ísland

Laugardagur 5. ágúst
Danmörk – Ísland

Frétt og mynd af www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -